Ertu að vippa mér á grillinu hvað það er skemmtilegt í spinning?
Ertu að stífþeyta mig í ísvélinni?
Ég hef alltaf verið haldinn miklum fordómum gagnvart spinning.
Bara orðið hefur gert það að verkum að mig hefur ekki langað að draga feitu lærin mín og tútturnar á hnakkinn.
Gaui Litli bætti ekki ímynd þessa sports fyrir mér.
Hvað varð eiginlega um þann gæja?
Alla veganna þá álpaðist ég alveg óvart inn í spinning tíma fyrir viku síðan.
Eftir ca. 20 min var ég kominn með gæsahúð um allan kroppinn af vellíðan.
Ég hugsaði með mér: þetta vil ég gera á hverjum degi.
Ég vil byrja hvern einasta dag á spinning og mér er alveg sama hvenær ég þarf að vakna.
Það virðist engu máli skipta hversu léleg tónlist er í þessum tímum (Mamma Mia í europop útgáfu), maður heldur bara áfram.
Gaman er að öskra með lögum sem maður þekkir og æpa ú ú (í falsettu) því þá taka miðaldra konur undir sem gerir ekkert annað en að peppa mann upp.
Það er ekki hægt annað en að hljóla stanslaust í klst.
KOMA SVO BARA 30 SEK. Í VIÐBÓT OG SVO TVÖ LÖG. 4... 3... 2... 1... OG SITJA! 45 SEK Í VIÐBÓT OG SVO STANDA! OG SVO SITJA - HJÓLA Í TAKT VIÐ TÓNLISTINA - UNDER THE BRIDGE MEÐ RED HOT CHILLI PEPPERS BYRJAR ... og maður andar léttar.
Hvað er betra en að hjóla á staðnum og hlusta á Anthony Kiedis syngja?
Ég var svo æstur eftir tíma nr. 2 að ég hræddi Björn nokkurn Breiðholt er ég boðaði fagnaðarerindið til hans æstur og sveittur.
Ég fékk svita í augun.
Hvar annars staðar fær maður svita í augun?
Ég vona að ég nái að fá sem flesta með mér í þetta.
Mig langar ekkert meira en að vera í stútfullum sal með vinum mínum að hjóla í takt.
Gott stundir.