Friday, August 29, 2008

Hóp SMS

Til þess að senda hóp sms í gegnum síðuna www.siminn.is þá þarf ég fyrst að smella á "Einstaklingar". Svo þarf ég að smella á "Farsíminn". Eftir það þarf ég að smella á "Viðbótarþjónusta" (takið eftir að þetta eru allt saman hugtök sem ég myndi alla veganna hugsa um þurfi ég að senda hóp sms). Því næst smelli ég á "Skilaboðaþjónusta" og eftir að ég er búinn að því fæ ég að smella á "Sendu hóp sms"... ... æji bíddu úps ég er kominn með sinaskeiðabólgu og get ekki ýtt aftur á músarhnappinn. Fyrir utan það að ég er orðinn þunglyndur yfir því hvað þetta er langsótt. Segir þetta meira um mig en www.siminn.is?

Gott stundir.

Thursday, August 28, 2008

Spinning

Ertu að vippa mér á grillinu hvað það er skemmtilegt í spinning?

Ertu að stífþeyta mig í ísvélinni?

Ég hef alltaf verið haldinn miklum fordómum gagnvart spinning.

Bara orðið hefur gert það að verkum að mig hefur ekki langað að draga feitu lærin mín og tútturnar á hnakkinn.

Gaui Litli bætti ekki ímynd þessa sports fyrir mér.

Hvað varð eiginlega um þann gæja?

Alla veganna þá álpaðist ég alveg óvart inn í spinning tíma fyrir viku síðan.

Eftir ca. 20 min var ég kominn með gæsahúð um allan kroppinn af vellíðan.

Ég hugsaði með mér: þetta vil ég gera á hverjum degi.

Ég vil byrja hvern einasta dag á spinning og mér er alveg sama hvenær ég þarf að vakna.

Það virðist engu máli skipta hversu léleg tónlist er í þessum tímum (Mamma Mia í europop útgáfu), maður heldur bara áfram.

Gaman er að öskra með lögum sem maður þekkir og æpa ú ú (í falsettu) því þá taka miðaldra konur undir sem gerir ekkert annað en að peppa mann upp.

Það er ekki hægt annað en að hljóla stanslaust í klst.

KOMA SVO BARA 30 SEK. Í VIÐBÓT OG SVO TVÖ LÖG. 4... 3... 2... 1... OG SITJA! 45 SEK Í VIÐBÓT OG SVO STANDA! OG SVO SITJA - HJÓLA Í TAKT VIÐ TÓNLISTINA - UNDER THE BRIDGE MEÐ RED HOT CHILLI PEPPERS BYRJAR ... og maður andar léttar.

Hvað er betra en að hjóla á staðnum og hlusta á Anthony Kiedis syngja?

Ég var svo æstur eftir tíma nr. 2 að ég hræddi Björn nokkurn Breiðholt er ég boðaði fagnaðarerindið til hans æstur og sveittur.

Ég fékk svita í augun.

Hvar annars staðar fær maður svita í augun?

Ég vona að ég nái að fá sem flesta með mér í þetta.

Mig langar ekkert meira en að vera í stútfullum sal með vinum mínum að hjóla í takt.

Gott stundir.

Wednesday, August 27, 2008

Sykurskertur Svali

Jæja, þá er bara komið að því.

Blogg nr. 2.

Ég finn fyrir ákveðinni pressu þar sem ég fékk svo jákvæð viðbrögð við fyrstu færslunni.

Setningin: "Hjal sem mun hverfa í óendanleika himingeimsins en samt snúast um sjálft sig og
finnast það vera nafli alheimsins" vakti gríðarlega mikla lukku.

Einn ónefndur félagi tjáði mér það að hann bæri ekki bara meiri virðingu fyrir mér heldur finndi hann fyrir djúpstæðri lotningu gagnvart mér eftir að hafa lesið þessa setningu.

Gaman að því.

Annars er ég kominn í alveg svívirðilegt átak.

Þegar maður er búinn að gera excel skjal með markmiðum og reglum fyrir breyttan lífstíl er maður þá ekki farinn að taka hlutina alvarlega?

Svarið mér þegar þið sjáið mig næst lesa innihaldslýsinguna á sykurskertum Svala.

Góðar stundir.

Tuesday, August 26, 2008

Blogg meistarinn mættur á svæðið

Góðir hálsar,

Nú er meistarinn bara mættur á svæðið!

Þið eigið eftir að liggja yfir þessu bloggi.

Af hverju?

Nú af því að ég er með svo þægilegan stíl.

Stuttar hnitmiðaðar setningar.

Hlaðnar rjómalöguðum gullmolum.

Þetta verður samt mín fyrsta og seinasta færsla.

Af hverju?

Nú af því að ég mun aldrei geta staðið undir þessum kröfum.

Þessum kröfum sem ég skrifaði ómeðvitað í þetta blogg.

Ég mun aldrei geta haldið uppi bloggi sem er hlaðið rjómalöguðum gullmolum.

Þess vegna ætla ég frekar að hafa þetta innihaldslítið og grunnt blogg.

Er kannski asnalegt að ákveða hvurs lags blogg þetta á að vera?

Hér verður alla veganna hægt að lesa ýmislegt um mig, Árna Vilhjálmsson.

Ég ætla td. að segja ykkur frá því hvað ég hef verið að borða.

Hvernig hreyfingu ég hef verið að stunda.

Hvaða bók ég er að lesa.

Hvaða mynd ég fór á seinast...

...núna finn ég samt hvernig ég er ómeðvitað að búa til einhvern kassa utan um þetta blogg.

Eins og þið kannski takið eftir kæru gestir verður þetta blogg bara enn eitt sjálfhverfa hjalið.

Hjal sem mun hverfa í óendanleika himingeimsins en samt snúast um sjálft sig og finnast það

vera nafli alheimsins.

Kyssiði mig þá fyrst þetta er svona.

Góðar stundir!