Friday, September 12, 2008

Hugmynd

Hafið þið séð I am Sam?

En I am legend?

Hvernig væri að sameina þessar tvær myndir í eina mynd.

Þá erum við með svartan þroskaheftan mann sem er einn í heiminum að berjast við geimverur.

Er þetta ekki pæling?

Ég sé söguhetjuna fyrir mér vera með svona haglabyssu að segja "take that you monster" (með svona Corky hreim) um leið og hann skýtur hausinn af einni ófreskjunni.

Þetta myndi hafa þau áhrif að maður heldur enn þá meira með aðalpersónunni.

Hún verður sympatískari og svo hefur maður minni trú á því að hún geti sigrast á þessu ein.

Fyrir vikið verður myndin miklu áhrifameiri.

Myndin myndi sennilega nefnast "I am legendary Sam".

Af hverju eru menn í Hollywood að eyða tíma í það að endurgera góðar evrópskar myndir þegar þeir geta tekið snilldarmyndir sem þeir gerðu sjálfir og sameinað þær.

Hvernig væri til dæmis að sameina My left foot og Armageddon?

Það yrði líka dálítið góður contrast.

Hvað finnst ykkur?

Gott stundir og gott helgi!

Draumur

Mig dreymdi í nótt að Atli Bollason, Biggi í Maus og Óli Palli væru hjá mér í mat.

Ég var búinn að bera á borð magnaða útgáfu af kjúklinga panang.

Óli Palli var að tala um viðtal sem hann tók sjálfur við Bob Dylan.

Hann spurði hann "How do you like Iceland"?

Og það skrýtna var að þetta var eina spurningin í viðtalinu.

Mér datt í hug í smástund að kannski væri þetta ekkert draumur.

Biggi var alltaf að reyna að segja heilar setningar en það eina sem kom upp úr honum var "ég".

Stundum náði hann reyndar að æla upp orðunum "mér" og "mig" en ég hef ekki töluna á því hversu oft hann sagði þessi orð.

Atli Bollason snerti ekki matinn af því að hann var að dæma nýju plötuna með Sprengjuhöllinni.

Hann sagði að þetta væri svo sem ekkert nýtt, bara erindi, viðlag og svo brú. Aftur og aftur.

Alla plötuna út í gegn.

Hvenær ætla menn að byrja að vera frumlegir og hætta að vera með erindi og viðlag?

Samt fékk platan 5 stjörnur af 5 mögulegum.

Svo vaknaði ég skyndilega með kjúklingabita í sitt hvoru munnvikinu.

Gott stundir.

Friday, September 5, 2008

Plúseinn er með blúsinn og helg eru jól

Kæru lesendur,

Mig langar að segja ykkur frá manni sem hefur verið að blogga í dágóðan tíma.

Þessi maður heitir Árni Rúnar Hlöðversson (aka Hljóðversson) og er betur þekktur sem Árni Plúseinn.

Ástæðan fyrir því að ég segi ykkur frá honum núna er sú að síðasta bloggfærsla þessa ljóshærða aríaprins (lesist með sérstakri áherlu á s hljóðið í endann) er hreint og beint mjögnuð (mjögnuð er nýtt íslenskt orð samsett úr orðunum mjög og mögnuð).

Málið er að ég hef ekkert bloggað í dag.

Ástæða: ég varð svo öfundsjúkur er (áhrif frá Bigga í Maus) ég las bloggið hans Árna Rúnars.

Ég hugsaði með mér: "Hvers vegna datt mér þetta ekki í hug?"

"Af hverju get ég ekki sett myndir inn á bloggið mitt?"

Og enn fremur: "Af hverju get ég ekki sett myndir af mér þar sem notast er við green screen inn á bloggið mitt?"

En í stað þess að fyllast af öfundsýki og neikvæðum tilfinningum hef ég ákveðið að upphefja og vegsema þetta blogg.

Ég mæli með því að hver sá er les þessa færslu setji þennan magnaða bloggara í "bookmark" hjá sér eða jafnvel inn á blogg listann.

En þið getið sem sagt fundið bloggið hans hér á hægri hönd.

Gott stundir.

Thursday, September 4, 2008

Þetta er allt í góðu

Kæru landsmenn,

Ég skal segja ykkur hvenær krónan styrkist aftur.

Verið bara róleg.

Ég ætla líka að senda ykkur sms rétt áður en þið þurfið að pissa.

Þessi færsla var í boði Davíðs Gunnarssonar (aka Dabbi Tempest).

Gott stundir.

Wednesday, September 3, 2008

Spinning í dag

Langar þig að upplifa hamingjugæsahúð um allan kroppinn?

Langar þig að öskra með Abba lögum í eurotrans ábreiðum?

Langar þig að hjóla á staðnum, fá svita í augun og horfa skælbrosandi framan í manneskjuna við hliðina á þér?

Langar þig að öskra "ú" "ú" í falsettu og heyra allan salinn taka undir með þér?

Ef þér finnst þetta eftirsóknarvert þá skaltu koma í Hreyfingu kl. 17:20 í dag í Sal 2.

Ég er nú þegar búinn að sannfæra dr. De La Rosa um að koma en í tilefni af því fær hún sérstakan link inn á þessa bloggsíðu.

Björn Breiðholt, eiginmaður hennar mun einnig koma en það gerist hins vegar ekki fyrr enn á föstudagseftirmiðdag (nánari upplýsingar síðar) þar sem hann liggur í flensu greyið.

Víkingur Kristjánsson fjölmiðlahóra ætlar einnig að koma en ekki fyrr en í næstu viku.

Þess má til gamans geta að Örvar Þóreyjarsson Smárason hefur lýst yfir miklum áhuga og vona ég að hann komi jafnvel með mér á eftir.

Kristín Birna, Spinning kennarinn er alger meistari og mun hún sjá til þess að ég og fleiri munum eignast betra og fallegra líf.

Ég er búinn að vera í miklu SMS sambandi við hana upp á síðkastið og hlakka ég mjög mikið til að hitta hana á eftir.

Ég hef verið að ræða alvarlega við Gunnar Örn Petersen lögfræðing varðandi það að stofna félag í kringum þennan hóp.

Alla veganna, hlakka til að sjá sem flesta í dag í Spinning kl. 17:20!

En ekki hvað gott fólk!

Hvað haldið þið!

Gott stundir.

Tuesday, September 2, 2008

Entschuldigung Sie

Entschuldigung! Wie spät ist es?

Hallo! Wissen Sie nichts?!? Es ist Spinning Zeit!

Oh... ach so, Ich habe Sheiße für Hjerne.

Monday, September 1, 2008

Ný auglýsing

Skrýtin nýja auglýsingin fyrir peru drykkjarjógúrt frá MS.

Einhver gæji heima hjá sér að búa sér til drykkjarjógúrt úr hreinni jógúrt og perum.

Svo segir hann: "af hverju getur MS ekki búið til drykkjarjógúrt sem er svona á bragðið"?

Þá kemur vinur hans og segir: "og hvað svo? Hvað ætlarðu eiginlega svo að gera til þess að þetta geymist í nokkra daga? Heldurðu að MS geti bara hent nokkrum perum í drykkjarjógúrt án þess að úða rotvarnarefnum og setja haug af aspartami og sætuefnum út í?"

Síðan kemur slagorðiði frá þeim: MS - Reyndu svo að gera betur heima hjá þér.

Fáránleg auglýsing.

Gott stundir.