Hafið þið séð I am Sam?
En I am legend?
Hvernig væri að sameina þessar tvær myndir í eina mynd.
Þá erum við með svartan þroskaheftan mann sem er einn í heiminum að berjast við geimverur.
Er þetta ekki pæling?
Ég sé söguhetjuna fyrir mér vera með svona haglabyssu að segja "take that you monster" (með svona Corky hreim) um leið og hann skýtur hausinn af einni ófreskjunni.
Þetta myndi hafa þau áhrif að maður heldur enn þá meira með aðalpersónunni.
Hún verður sympatískari og svo hefur maður minni trú á því að hún geti sigrast á þessu ein.
Fyrir vikið verður myndin miklu áhrifameiri.
Myndin myndi sennilega nefnast "I am legendary Sam".
Af hverju eru menn í Hollywood að eyða tíma í það að endurgera góðar evrópskar myndir þegar þeir geta tekið snilldarmyndir sem þeir gerðu sjálfir og sameinað þær.
Hvernig væri til dæmis að sameina My left foot og Armageddon?
Það yrði líka dálítið góður contrast.
Hvað finnst ykkur?
Gott stundir og gott helgi!
Kattahland
13 years ago
