Saturday, October 4, 2008

Kjúklinga Panang

Ég var eitt sinn aðdáandi skyndibitastaðarins Krua Thai.

Þar fannst mér ákaflega gott að fá mér alls kyns thailenska rétti.

Lokkaði jafnvel með mér vin og pöntuðum við saman einn kjúklingarétt og djúpsteiktar rækjur með.

Ég átti það jafnvel til að borða þarna einu sinni til tvisvar í viku.

Starfsfólkið var farið að þekkja mig og eigandi staðarins átti það til að koma fram þegar hún sá að ég var mættur á svæðið og leyfa mér að smakka hina og þessa rétti.

Síðan skríkti hún af kátínu þegar hún sá hvað mér líkaði það sem ég bragðaði á.

Eftir svona 2 ár af Krua Thai uppgötvaði ég nýjan thailenskan stað sem heitir Nana Thai.

Ég var í smá mótþróa gagnvart þessum nýja stað enda vildi ég ekki svíkja lit.

Þótti mér einnig maturinn á Krua Thai mun betri.

Fljótur var ég hins vegar að læra að Nana Thai er mun betri staður.

Gæjinn sem rekur hann er líka mesta krútt á jarðríki.

Hann er gjarnan einn á staðnum, tekur við pöntunum og hendist svo inn í eldhús til þess að matreiða.

Kemur svo sveittur fram með matinn. Alger meistari.

Svo lærði ég að hann rekur einni Ban Thai sem er á ofarlega á Laugavegi nálægt Devito´s Pizza.

Nana Thai er sem sagt opinn á daginn en Ban Thai á kvöldin.

En hvað er svona gott við þessa staði?

Málið er að gæjinn sem rekur þetta leggur gríðarlega áherslu á ferskt hráefni.

Standardinn (afsakið slettuna) er einfaldlega mun hærri hjá honum en á öðrum thailenskum stöðum.

Langar mig sérstaklega til þess að mæla með rétti sem nefnist Kjúklinga Panang.

Ekki er bara gaman að snæða og gæða sér á þessum bragðgóðu brakandi fersku snilld.

Skemmtilegast er að fylgjast með eigandanum taka við pöntunum, sjá hann þeytast inn í eldhús að hræra í hrísgrjónum og koma svo fram skjálfandi með 4 kúfaða diska af ilmandi ferskum mat.

Annars varð ég svo upptekinn af þessum kjúklinga panang að ég byrjaði að stúdera hráefnið í honum.

Nota bene að þá bragðast panang alls ekki eins á thailensku stöðum bæjarins.

Ég vil meina að hann sé með mest original (afsakið slettuna) panang bragðið.

En eins og ég segi að þá fór ég að stúdera (afsakið slettuna) þetta bragð og sérstaklega bragðið frá honum.

Í næstu færslu mun ég segja ykkur hvernig þið getið gert ykkar eigið panang.

Það styttist í það að maður getu bara farið í eitt gott spinning á miðvikudegi með öllum bestu vinum sínum og svo bara í panang um kvöldið heima hjá mér.

Bara ég og allir mínu bestu vinir í spinning og panang.

Wow.

Gott stundir kæru vinir.

11 comments:

Anonymous said...

Í sumar vann ég við að vélrita upp Guðbrandsbiblíu. Þar kemur fyrir orðið stúdera. Guðbrandsbiblía er 400 ára gömul. Stúdera er íslenska. Þó -era endingar séu reyndar dáldið asnalegar. Nema hvað stúda hljómar eins og stúta, svo það gengur ekki. Góðar stundir í stúderingum, Jón Hjörleifur.

Blogg Meistarinn said...

Haha... takk fyrir það meistari.

Anonymous said...

Hey takk fyrir þessa ábendingu...en hvar er Nana Thai?

Blogg Meistarinn said...

Hann er við hliðina á Epal í Skeifunni!

Anonymous said...

Namm! Ég hlakka til að læra að elda mér Panang!

Sveinbjorn said...

er spinning borið fram á sama máta og panang?

Anonymous said...

Panang me!

Dilja said...

er það semsagt kvolítí above kvontíti hér á bæ hjá meistara?

Unknown said...

Heyrðu Árni! Hvar er uppskriftin?

Hvar er hún?

Haukur

Sveinbjorn said...

Meiri bómull, takk!

Steindór Grétar said...

Kapútt?