Saturday, October 4, 2008

Kjúklinga Panang

Ég var eitt sinn aðdáandi skyndibitastaðarins Krua Thai.

Þar fannst mér ákaflega gott að fá mér alls kyns thailenska rétti.

Lokkaði jafnvel með mér vin og pöntuðum við saman einn kjúklingarétt og djúpsteiktar rækjur með.

Ég átti það jafnvel til að borða þarna einu sinni til tvisvar í viku.

Starfsfólkið var farið að þekkja mig og eigandi staðarins átti það til að koma fram þegar hún sá að ég var mættur á svæðið og leyfa mér að smakka hina og þessa rétti.

Síðan skríkti hún af kátínu þegar hún sá hvað mér líkaði það sem ég bragðaði á.

Eftir svona 2 ár af Krua Thai uppgötvaði ég nýjan thailenskan stað sem heitir Nana Thai.

Ég var í smá mótþróa gagnvart þessum nýja stað enda vildi ég ekki svíkja lit.

Þótti mér einnig maturinn á Krua Thai mun betri.

Fljótur var ég hins vegar að læra að Nana Thai er mun betri staður.

Gæjinn sem rekur hann er líka mesta krútt á jarðríki.

Hann er gjarnan einn á staðnum, tekur við pöntunum og hendist svo inn í eldhús til þess að matreiða.

Kemur svo sveittur fram með matinn. Alger meistari.

Svo lærði ég að hann rekur einni Ban Thai sem er á ofarlega á Laugavegi nálægt Devito´s Pizza.

Nana Thai er sem sagt opinn á daginn en Ban Thai á kvöldin.

En hvað er svona gott við þessa staði?

Málið er að gæjinn sem rekur þetta leggur gríðarlega áherslu á ferskt hráefni.

Standardinn (afsakið slettuna) er einfaldlega mun hærri hjá honum en á öðrum thailenskum stöðum.

Langar mig sérstaklega til þess að mæla með rétti sem nefnist Kjúklinga Panang.

Ekki er bara gaman að snæða og gæða sér á þessum bragðgóðu brakandi fersku snilld.

Skemmtilegast er að fylgjast með eigandanum taka við pöntunum, sjá hann þeytast inn í eldhús að hræra í hrísgrjónum og koma svo fram skjálfandi með 4 kúfaða diska af ilmandi ferskum mat.

Annars varð ég svo upptekinn af þessum kjúklinga panang að ég byrjaði að stúdera hráefnið í honum.

Nota bene að þá bragðast panang alls ekki eins á thailensku stöðum bæjarins.

Ég vil meina að hann sé með mest original (afsakið slettuna) panang bragðið.

En eins og ég segi að þá fór ég að stúdera (afsakið slettuna) þetta bragð og sérstaklega bragðið frá honum.

Í næstu færslu mun ég segja ykkur hvernig þið getið gert ykkar eigið panang.

Það styttist í það að maður getu bara farið í eitt gott spinning á miðvikudegi með öllum bestu vinum sínum og svo bara í panang um kvöldið heima hjá mér.

Bara ég og allir mínu bestu vinir í spinning og panang.

Wow.

Gott stundir kæru vinir.

Friday, September 12, 2008

Hugmynd

Hafið þið séð I am Sam?

En I am legend?

Hvernig væri að sameina þessar tvær myndir í eina mynd.

Þá erum við með svartan þroskaheftan mann sem er einn í heiminum að berjast við geimverur.

Er þetta ekki pæling?

Ég sé söguhetjuna fyrir mér vera með svona haglabyssu að segja "take that you monster" (með svona Corky hreim) um leið og hann skýtur hausinn af einni ófreskjunni.

Þetta myndi hafa þau áhrif að maður heldur enn þá meira með aðalpersónunni.

Hún verður sympatískari og svo hefur maður minni trú á því að hún geti sigrast á þessu ein.

Fyrir vikið verður myndin miklu áhrifameiri.

Myndin myndi sennilega nefnast "I am legendary Sam".

Af hverju eru menn í Hollywood að eyða tíma í það að endurgera góðar evrópskar myndir þegar þeir geta tekið snilldarmyndir sem þeir gerðu sjálfir og sameinað þær.

Hvernig væri til dæmis að sameina My left foot og Armageddon?

Það yrði líka dálítið góður contrast.

Hvað finnst ykkur?

Gott stundir og gott helgi!

Draumur

Mig dreymdi í nótt að Atli Bollason, Biggi í Maus og Óli Palli væru hjá mér í mat.

Ég var búinn að bera á borð magnaða útgáfu af kjúklinga panang.

Óli Palli var að tala um viðtal sem hann tók sjálfur við Bob Dylan.

Hann spurði hann "How do you like Iceland"?

Og það skrýtna var að þetta var eina spurningin í viðtalinu.

Mér datt í hug í smástund að kannski væri þetta ekkert draumur.

Biggi var alltaf að reyna að segja heilar setningar en það eina sem kom upp úr honum var "ég".

Stundum náði hann reyndar að æla upp orðunum "mér" og "mig" en ég hef ekki töluna á því hversu oft hann sagði þessi orð.

Atli Bollason snerti ekki matinn af því að hann var að dæma nýju plötuna með Sprengjuhöllinni.

Hann sagði að þetta væri svo sem ekkert nýtt, bara erindi, viðlag og svo brú. Aftur og aftur.

Alla plötuna út í gegn.

Hvenær ætla menn að byrja að vera frumlegir og hætta að vera með erindi og viðlag?

Samt fékk platan 5 stjörnur af 5 mögulegum.

Svo vaknaði ég skyndilega með kjúklingabita í sitt hvoru munnvikinu.

Gott stundir.

Friday, September 5, 2008

Plúseinn er með blúsinn og helg eru jól

Kæru lesendur,

Mig langar að segja ykkur frá manni sem hefur verið að blogga í dágóðan tíma.

Þessi maður heitir Árni Rúnar Hlöðversson (aka Hljóðversson) og er betur þekktur sem Árni Plúseinn.

Ástæðan fyrir því að ég segi ykkur frá honum núna er sú að síðasta bloggfærsla þessa ljóshærða aríaprins (lesist með sérstakri áherlu á s hljóðið í endann) er hreint og beint mjögnuð (mjögnuð er nýtt íslenskt orð samsett úr orðunum mjög og mögnuð).

Málið er að ég hef ekkert bloggað í dag.

Ástæða: ég varð svo öfundsjúkur er (áhrif frá Bigga í Maus) ég las bloggið hans Árna Rúnars.

Ég hugsaði með mér: "Hvers vegna datt mér þetta ekki í hug?"

"Af hverju get ég ekki sett myndir inn á bloggið mitt?"

Og enn fremur: "Af hverju get ég ekki sett myndir af mér þar sem notast er við green screen inn á bloggið mitt?"

En í stað þess að fyllast af öfundsýki og neikvæðum tilfinningum hef ég ákveðið að upphefja og vegsema þetta blogg.

Ég mæli með því að hver sá er les þessa færslu setji þennan magnaða bloggara í "bookmark" hjá sér eða jafnvel inn á blogg listann.

En þið getið sem sagt fundið bloggið hans hér á hægri hönd.

Gott stundir.

Thursday, September 4, 2008

Þetta er allt í góðu

Kæru landsmenn,

Ég skal segja ykkur hvenær krónan styrkist aftur.

Verið bara róleg.

Ég ætla líka að senda ykkur sms rétt áður en þið þurfið að pissa.

Þessi færsla var í boði Davíðs Gunnarssonar (aka Dabbi Tempest).

Gott stundir.

Wednesday, September 3, 2008

Spinning í dag

Langar þig að upplifa hamingjugæsahúð um allan kroppinn?

Langar þig að öskra með Abba lögum í eurotrans ábreiðum?

Langar þig að hjóla á staðnum, fá svita í augun og horfa skælbrosandi framan í manneskjuna við hliðina á þér?

Langar þig að öskra "ú" "ú" í falsettu og heyra allan salinn taka undir með þér?

Ef þér finnst þetta eftirsóknarvert þá skaltu koma í Hreyfingu kl. 17:20 í dag í Sal 2.

Ég er nú þegar búinn að sannfæra dr. De La Rosa um að koma en í tilefni af því fær hún sérstakan link inn á þessa bloggsíðu.

Björn Breiðholt, eiginmaður hennar mun einnig koma en það gerist hins vegar ekki fyrr enn á föstudagseftirmiðdag (nánari upplýsingar síðar) þar sem hann liggur í flensu greyið.

Víkingur Kristjánsson fjölmiðlahóra ætlar einnig að koma en ekki fyrr en í næstu viku.

Þess má til gamans geta að Örvar Þóreyjarsson Smárason hefur lýst yfir miklum áhuga og vona ég að hann komi jafnvel með mér á eftir.

Kristín Birna, Spinning kennarinn er alger meistari og mun hún sjá til þess að ég og fleiri munum eignast betra og fallegra líf.

Ég er búinn að vera í miklu SMS sambandi við hana upp á síðkastið og hlakka ég mjög mikið til að hitta hana á eftir.

Ég hef verið að ræða alvarlega við Gunnar Örn Petersen lögfræðing varðandi það að stofna félag í kringum þennan hóp.

Alla veganna, hlakka til að sjá sem flesta í dag í Spinning kl. 17:20!

En ekki hvað gott fólk!

Hvað haldið þið!

Gott stundir.

Tuesday, September 2, 2008

Entschuldigung Sie

Entschuldigung! Wie spät ist es?

Hallo! Wissen Sie nichts?!? Es ist Spinning Zeit!

Oh... ach so, Ich habe Sheiße für Hjerne.

Monday, September 1, 2008

Ný auglýsing

Skrýtin nýja auglýsingin fyrir peru drykkjarjógúrt frá MS.

Einhver gæji heima hjá sér að búa sér til drykkjarjógúrt úr hreinni jógúrt og perum.

Svo segir hann: "af hverju getur MS ekki búið til drykkjarjógúrt sem er svona á bragðið"?

Þá kemur vinur hans og segir: "og hvað svo? Hvað ætlarðu eiginlega svo að gera til þess að þetta geymist í nokkra daga? Heldurðu að MS geti bara hent nokkrum perum í drykkjarjógúrt án þess að úða rotvarnarefnum og setja haug af aspartami og sætuefnum út í?"

Síðan kemur slagorðiði frá þeim: MS - Reyndu svo að gera betur heima hjá þér.

Fáránleg auglýsing.

Gott stundir.

Friday, August 29, 2008

Hóp SMS

Til þess að senda hóp sms í gegnum síðuna www.siminn.is þá þarf ég fyrst að smella á "Einstaklingar". Svo þarf ég að smella á "Farsíminn". Eftir það þarf ég að smella á "Viðbótarþjónusta" (takið eftir að þetta eru allt saman hugtök sem ég myndi alla veganna hugsa um þurfi ég að senda hóp sms). Því næst smelli ég á "Skilaboðaþjónusta" og eftir að ég er búinn að því fæ ég að smella á "Sendu hóp sms"... ... æji bíddu úps ég er kominn með sinaskeiðabólgu og get ekki ýtt aftur á músarhnappinn. Fyrir utan það að ég er orðinn þunglyndur yfir því hvað þetta er langsótt. Segir þetta meira um mig en www.siminn.is?

Gott stundir.

Thursday, August 28, 2008

Spinning

Ertu að vippa mér á grillinu hvað það er skemmtilegt í spinning?

Ertu að stífþeyta mig í ísvélinni?

Ég hef alltaf verið haldinn miklum fordómum gagnvart spinning.

Bara orðið hefur gert það að verkum að mig hefur ekki langað að draga feitu lærin mín og tútturnar á hnakkinn.

Gaui Litli bætti ekki ímynd þessa sports fyrir mér.

Hvað varð eiginlega um þann gæja?

Alla veganna þá álpaðist ég alveg óvart inn í spinning tíma fyrir viku síðan.

Eftir ca. 20 min var ég kominn með gæsahúð um allan kroppinn af vellíðan.

Ég hugsaði með mér: þetta vil ég gera á hverjum degi.

Ég vil byrja hvern einasta dag á spinning og mér er alveg sama hvenær ég þarf að vakna.

Það virðist engu máli skipta hversu léleg tónlist er í þessum tímum (Mamma Mia í europop útgáfu), maður heldur bara áfram.

Gaman er að öskra með lögum sem maður þekkir og æpa ú ú (í falsettu) því þá taka miðaldra konur undir sem gerir ekkert annað en að peppa mann upp.

Það er ekki hægt annað en að hljóla stanslaust í klst.

KOMA SVO BARA 30 SEK. Í VIÐBÓT OG SVO TVÖ LÖG. 4... 3... 2... 1... OG SITJA! 45 SEK Í VIÐBÓT OG SVO STANDA! OG SVO SITJA - HJÓLA Í TAKT VIÐ TÓNLISTINA - UNDER THE BRIDGE MEÐ RED HOT CHILLI PEPPERS BYRJAR ... og maður andar léttar.

Hvað er betra en að hjóla á staðnum og hlusta á Anthony Kiedis syngja?

Ég var svo æstur eftir tíma nr. 2 að ég hræddi Björn nokkurn Breiðholt er ég boðaði fagnaðarerindið til hans æstur og sveittur.

Ég fékk svita í augun.

Hvar annars staðar fær maður svita í augun?

Ég vona að ég nái að fá sem flesta með mér í þetta.

Mig langar ekkert meira en að vera í stútfullum sal með vinum mínum að hjóla í takt.

Gott stundir.

Wednesday, August 27, 2008

Sykurskertur Svali

Jæja, þá er bara komið að því.

Blogg nr. 2.

Ég finn fyrir ákveðinni pressu þar sem ég fékk svo jákvæð viðbrögð við fyrstu færslunni.

Setningin: "Hjal sem mun hverfa í óendanleika himingeimsins en samt snúast um sjálft sig og
finnast það vera nafli alheimsins" vakti gríðarlega mikla lukku.

Einn ónefndur félagi tjáði mér það að hann bæri ekki bara meiri virðingu fyrir mér heldur finndi hann fyrir djúpstæðri lotningu gagnvart mér eftir að hafa lesið þessa setningu.

Gaman að því.

Annars er ég kominn í alveg svívirðilegt átak.

Þegar maður er búinn að gera excel skjal með markmiðum og reglum fyrir breyttan lífstíl er maður þá ekki farinn að taka hlutina alvarlega?

Svarið mér þegar þið sjáið mig næst lesa innihaldslýsinguna á sykurskertum Svala.

Góðar stundir.

Tuesday, August 26, 2008

Blogg meistarinn mættur á svæðið

Góðir hálsar,

Nú er meistarinn bara mættur á svæðið!

Þið eigið eftir að liggja yfir þessu bloggi.

Af hverju?

Nú af því að ég er með svo þægilegan stíl.

Stuttar hnitmiðaðar setningar.

Hlaðnar rjómalöguðum gullmolum.

Þetta verður samt mín fyrsta og seinasta færsla.

Af hverju?

Nú af því að ég mun aldrei geta staðið undir þessum kröfum.

Þessum kröfum sem ég skrifaði ómeðvitað í þetta blogg.

Ég mun aldrei geta haldið uppi bloggi sem er hlaðið rjómalöguðum gullmolum.

Þess vegna ætla ég frekar að hafa þetta innihaldslítið og grunnt blogg.

Er kannski asnalegt að ákveða hvurs lags blogg þetta á að vera?

Hér verður alla veganna hægt að lesa ýmislegt um mig, Árna Vilhjálmsson.

Ég ætla td. að segja ykkur frá því hvað ég hef verið að borða.

Hvernig hreyfingu ég hef verið að stunda.

Hvaða bók ég er að lesa.

Hvaða mynd ég fór á seinast...

...núna finn ég samt hvernig ég er ómeðvitað að búa til einhvern kassa utan um þetta blogg.

Eins og þið kannski takið eftir kæru gestir verður þetta blogg bara enn eitt sjálfhverfa hjalið.

Hjal sem mun hverfa í óendanleika himingeimsins en samt snúast um sjálft sig og finnast það

vera nafli alheimsins.

Kyssiði mig þá fyrst þetta er svona.

Góðar stundir!